Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2017 | 07:35

PGA: Ian Poulter í návígi v/krókódíl á RBC – Myndskeið

Það var nokkuð óhuggnanlegt að horfa á enska kylfinginn Ian Poulter fara að slá á par-4 10. braut á 3. hring RBC Heritage mótsins.

Bakvið Poulter var vatnshindrun og í henni stærðarinnar krókódíll.

Poulter varð var við króksa og kaddýinn hans reyndi að hræða hann í burtu…..

… sem tókst og Poulter sló höggið – Óþægilegt að slá högg við svona aukastressvald!

Engu að síður er Poulter í 5. sæti mótsins á samtals 10 undir pari, 203 höggum (66 68 69) – Stáltaugar þetta!!!

Sjá má Poulter og krókódílinn með því að SMELLA HÉR: