Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 11:30

PGA: Hverjir eru líklegastir til stórafreka árið 2014? – Myndskeið

Spurningin stóra er hvaða kylfingur þykir á þessu ári 2013 hafa leitt líkum að því að hann muni hreint út sagt blómstra á árinu 2014?

Mun Tiger aftur vinna risamót 2014? Heldur Adam Scott áfram að sigra í risamótum? Kemur Phil á óvart nú þegar hann ætlar að spila í færri mótum og mæta ferskur til leiks í hvert sinn? Á McIlroy „comeback“ eftir slælegt ár?

Spurning hvort svona vangaveltur eigi rétt á sér því alltaf eru einhverjir sem koma á óvart, sbr. Henrik Stenson, sem ekki þótti líklegur til stórræðna í upphafi árs 2013, en sló svo rækilega í gegn.  Já, það væri bara ekkert gaman ef ekkert óvænt gerðist!

Alltaf gaman að skoða svona spár og hér er ein frá PGA Tour SMELLIÐ HÉR: