Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2015 | 13:00

PGA: Hver er líklegastur til að ná 1. sigri sínum 2015?

Nú fer 2015 hluti 2014-2015 keppnistímabils PGA Tour að hefjast, en það hefst 9. janúar n.k. með Hyundai Tournament of Champions, á Hawaii.

Nú er bara spurningin hvaða kylfingur sé líklegur til að ná 1. sigri sínum á PGA mótaröðinni 2015?

Fréttamenn PGA Tour spurðu 4 þekkta golffréttamenn þessara spurninga og þeir komu fram með 3 mismunandi tilgátur.

Tveir þeirra töldu að Cameron Tringale hafi verið að standa sig vel undanfarið og því væri hann sjóðandi heitur og myndi ná fyrsta sigri sínum

Enn annar taldi að John Peterson myndi vinna sigra og sá fjórði benti á nýliða ársins á Evrópumótaröðinni 2014, Brooks Koepka og taldi hann vera líklegan til stórræðna!

Sjá má álit golffréttaritaranna 4 og rökstuðning fyrir vali sínu á ofangreindum kylfingum með því að SMELLA HÉR: