Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2017 | 07:00

PGA: Hudson Swafford sigurvegari CareerBuilder Challenge – Hápunktar 4. dags

Það var Bandaríkjamaðurinn Hudson Swafford, sem sigraði á CareerBuilder Challenge, sem var mót vikunnar á PGA.

Hann lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (65 65 71 67). Þetta er fyrsti sigur Swafford á PGA Tour.

Eftir með sárt ennið sat Kanadamaðurinn Adam Hadwin, sem átti svo glæsilegan 3. hring upp á 59 högg og leiddi fyrir lokahringinn. Hann fylgdi frábærri 59unni ekki nógu vel eftir – lék á 70 höggum lokahringinn og það munaði 1 höggi á honum og Swafford – en Hadwin var með skor upp á 19 undir pari, 269 högg (71 69 59 70), sem dugði í 2. sætið.

Bandarísku kylfingarnir Bud Cauley og Brian Harman deildu síðan 3. sætinu á samtals 18 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings CareerBuilder Challenge SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á CareerBuilder Challenge SMELLIÐ HÉR: