Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2021 | 18:00

PGA: Hovland sigraði í Mexíkó

Það var norski frændi okkar, Viktor Hovland, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, World Wide Technology Championship at Mayakoba.

Mótið fór fram 4.-7. nóvember sl.í El Camaleon Golf Club, Riviera Maya, í Mexíkó

Sigurskor Hovland var 23 undir pari.

Í 2. sæti varð heimamaðurinn Carlos Ortiz, 4 höggum á eftir, á samtals 19 undir pari.

Justin Thomas varð síðan þriðji, enn öðru höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuma í mótinu með því að SMELLA HÉR: