Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 09:45

PGA: Hovland leiðir í hálfleik á Arnold Palmer Inv.

Það er norski frændi okkar Victor Hovland, sem leiðir í hálfleik á Arnold Palmer Invitational.

Mótið fer fram dagana 3.-6. mars  í Orlandó, Flórída, að venju í Bay Hill Club & Lodge.

Hovland er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (69 66).

Í 2. sæti eru Rory, Talor Gooch og Tyler Hatton, hver 2 höggum á eftir Hovland.

Sjá má stöðuna í hálfleik á Arnold Palmer Invitational með því að SMELLA HÉR: