Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2018 | 23:59

PGA: Hossler og Poulter leiða f. lokahring Houston Open – Hápunktar 3. dags

Það eru þeir Beau Hossler og Ian Poulter sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Houston Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Báðir hafa þeir spilað á samtals 14 undir pari, hvor, 202 höggum; Hossler (65 68 69) og Poulter (73 64 65).

Fjórir kylfingar deila 3. sætinu, allir 2 höggum á eftir forystumönnunum en það eru þeir: Kevin Tway frá Bandaríkjunum, Emiliano Grillo frá Argentínu, Greg Chalmers frá Ástralíu og Paul Dunne frá Írlandi.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Houston Open SMELLIÐ HÉR: