Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2015 | 07:30

PGA: Hoffmann heldur forystu í hálfleik Arnold Palmer Inv – Rory T-6

Hinn lítt kunni, bandaríski kylfingur Morgan Hoffmann heldur enn forystu í hálfleik á Arnold Palmer Invitational og er búinn að breikka bilið milli sín og þeirra sem næstir koma í 3 högg.

Hoffmann er búinn að spila á samtals 13 undir pari,  131 höggi (66 65).

Í 2. sæti eru þeir Henrik Stenson, Harris English og Matt Every; allir 3 höggum á eftir Hoffmann á samtals 10 undir pari, 134 höggum; allir á (68 66).

Einn í 5. sæti er síðan Ben Martin á samtals 9 undir pari og fjórir kylfingar, þ.á.m. Rory McIlroy deila 6. sæti á samtals 8 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: