Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2017 | 16:30

PGA: Hoffman olli töfum á Valero … vegna súkkulaðis – Myndskeið

Í gær urðu tafir á Valero Texas Open þegar bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman bauð kylfusveini sínum, Brett Waldman, að finna orsök súkkulaðikáms á kylfu sinni.

Hann aðstoðaði síðan kylfusvein sinn að rusla öllum 14 kylfunum úr pokanum.

Ég get mér þess til að páskahérinn hafi falið súkkulaðið í pokanum hjá mér,“ sagði Hoffman eftir hringinn. „Það var kám á kylfunni minni og ég fann lyktina af því og það var alveg pottþétt Reese páskaegg.“

Dómarar í mótinu voru ekkert allt of hressir því þessi leit að súkkulaðinu olli töfum.

Fyrsti hringurinn gekk heldur ekkert of vel fyrir Hoffman, en hann lék á 71 og er 5 höggum á eftir forystumanni mótsins, Branden Grace frá S-Afríku.

Sjá má myndskeið af atvikinu með því að  SMELLA HÉR: