Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2015 | 07:00

PGA: Hoffman leiðir f. 3. dag

Það er Charley Hoffman sem leiðir fyrir lokahring Deutsche Bank Championship.

Hoffman er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum (67 63).

Annar hringur Hoffmans var sérlega glæsilegur en hann lék á 8 undir pari, 63 höggum; fékk 9 fugla og 1 skolla.

Forystumaður 1. dags, Brendon de Jonge frá Zimbabwe er í 2. sæti 3 höggum á eftir Hoffman, á samtals 9 undir pari.

Rickie Fowler, Kevin Chappell, Zach Johnson og Matt Jones deila síðan 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hver.

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy er T-59 í mótinu og nokkrir frábærir náðu ekki einu sinni niðurskurði s.s. Brooks Koepka, Jordan Spieth og Justin Rose.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship í hálfleik SMELLIÐ HÉR: