Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2015 | 12:00

PGA: Hoffman bestur e. 1. dag Arnold Palmer Inv. – Spilaði í minningu ömmu sinnar – Hápunktar 1. dags

Það er fremur óþekktur bandarískur kylfingur Morgan Hoffman sem er efstur eftir 1. dag á Arnold Palmer Invitational á Bay Hill.

Hoffman lék Bay Hill á  6 undir pari, 66 höggum og er bestur af öllum því stjörnuliði sem þátt tekur á Bay Hill.

Þannig var að amma Hoffman dó þegar mótið var hafið.  Hún var 97 ára og Hoffman sagði að hún hefði verið frábær.

Hann sagðist hafa spilað í minningu hennar. Á glæsihring sínum fékk Hoffman 4 fugla og 1 örn!

Í 2. sæti eru 5 kylfingar: Kevin Na, Ian Poulter, John Peterson, Jason Kokrak og Ken Duke; allir 1 höggi á eftir Hoffman.

Hópur 11 kylfinga er síðan 2 höggum á eftir Hoffman en þeirra á meðal eru margir þekktir kylfingar s.s. Adam Scott, Henrik Stenson. Brandt Snedeker og Keegan Bradley.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Bay Hill með því að SMELLA HÉR: