Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 08:00

PGA: Högg 4. dags á Players – Albatross Rafa

Rafa Cabrera Bello átti æðislegt högg á par-5 16. holu TPC Sawgrass á lokahring The Players í gær.

Hann spilaði holuna á 2 höggum þ.e. fékk albatross, en þess mætti geta að þetta er 3. albatrossinn í sögu The Players!!! …. og sá fyrsti sem kemur á 16. holunni!!!

Höggið góða var að sjálfsögðu valið högg dagsins á The Players.

Rafa lauk keppni T-4, þ.e. deildi 4. sætinu með Kyle Stanley, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið.

Skor Rafa var 6 undir pari, 282 högg (69 70 73 70) og hann spilaði síðustu 3 holur á 8 höggum; því hann fékk fugl á næstu; hina erfiðu par-3 17. holu og var síðan á parinu, 4 höggum á lokaholu TPC Sawgrass.

Sjá má höggið glæsilega hjá Rafa með því að SMELLA HÉR: