Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2021 | 18:00

PGA: Higgo sigraði á Palmetto meistaramótinu

Garrick Higgo frá S-Afríku gerir ekki endasleppt.

Hann er nú á árinu þegar búinn að sigra tvívegis á Evróputúrnum og nú bætir hann enn einni rósinni við í hnappagatið, en það tók hann aðeins 2 tilraunir á PGA Tour til þess að landa fyrsta PGA Tour sigri sínum.

Higgo fagnaði sigri á Palmetto meistaramótinu, sem var mót vikunnar og fór fram dagana 10. -13. júní í Congaree í Ridgeland, S-Karólínu.

Sigurskor Higgo var 11 undir pari, 273 högg (68 69 68 68) og átti hann 1 högg á þá Hudson Swafford,  Red Docman, Chesson Haddley, Bo Van Pelt, Tyrrell Hatton og Jhonathan Vegas.

Sjá má lokastöðuna á Palmetto meistaramótinu með því að SMELLA HÉR: