Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2020 | 12:00

PGA: Hatton sigraði á Arnold Palmer Inv.

Það var enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem sigraði á Arnold Palmer Invitational.

Sigurskor Hatton var 4 undir pari, 284 högg (68 69 73 74).

Þetta var fyrsti sigur Hatton á PGA Tour, en 8. sigurinn á atvinnumannsferlinum, en Hatton gerðist atvinnumaður í golfi 2011. Hatton er fæddur 14. október 1991 og því 28 ára.

Marc Leishman varð í 2. sæti, 1 höggi á eftir á eftir Hatton og Sungjae Im í 3. sæti á samtals 2 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Arnold Palmer Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 4. hrings á Arnold Palmer Inv. með því að SMELLA HÉR: