Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2021 | 10:00

PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express

Það er bandaríski kylfingurinn Brandon Hagy, sem leiðir eftir 1. hring á American Express, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Hann átti eiginlega ekkert að fá að vera með, en datt inn í mótið eftir að nr. 2 á heimslistanum, Jon Rahm, sagði sig úr því, án þess að nefna ástæðu.

Hagy lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum.

Hagy er ekki nafn sem margir kannast við – en hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að

SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti á American Express er Byeong Hun An, 1 höggi á eftir Hagy.

Sjá má stöðuna á American Express með því að SMELLA HÉR: