Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 08:00

PGA: Hadwin eykur forystu sína f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Kanadamaðurinn Adam Hadwin jók forystu sína um 4 högg, en hann leiðir fyrir lokahringinn á Valspar Open mótinu, sem er mót vikunnar á PGA tour. Lokahringurinn verður spilaður seinna í dag.

Hadwin er nú samtals búinn að spila á 14 undir pari, 199 höggum (68 64 67) og hefir 4 högga forskot á þann sem næstur kemur en það er bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay, sem leikið hefir á samtals 10 undir pari, 203 höggum (71 66 66).

Í 3. sæti er síðan Bandaríkjamaðurinn Jim Herman á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Valspar Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: