Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 09:45

PGA: Hápunktar og högg 3. dags á WGC Cadillac Championship

Bubba Watson er með forystuna á WGC Cadillac Championship eftir 3. dag, er með 3 högga forystu á þá sem næstir koma þá Justin Rose og Keegan Bradeley. Á blaðamannafundi eftir 3. hring var Bubba hrósað fyrir þennan frábæra hring og hann spurður hvað sér finndist um hringinn. Svar Bubba: „Jú svo sannarlega (var þetta frábær hringur). Ég byrjaði vel fékk örn og fugl á 2. holu. Missti stutt (pútt) á 3. og þrípúttaði á 4.; svo var þetta hálfgert þrípútt á 9., en þar sem það var á kantinum telst það kannski ekki sem þrípútt og síðan fékk ég skolla á 16. En á heildina litið var þetta frábær dagur. Ég vissi að allt undir pari myndi vera gott skor og einhverra hluta vegna er ég enn hér með forystuna.“

Það stefnir í æsispennandi keppni í kvöld því 3 högga forysta getur fuðrað upp eins og ekkert sé þegar heimsins bestu kylfingar eiga í hlut!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á WGC Cadillac Championship smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags WGC Cadillac Championship smellið HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins sem Tiger Woods átti á 3. degi WGC Cadillac Championship smellið HÉR: