Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2012 | 05:30

PGA: Hápunktar og högg 2. dags á Cadillac heimsmótinu í Flórída

Þau voru mörg hver falleg tilþrifin á 2. degi Cadillac heimsmótsins í Doral, Flórída. Í samantektinni hér að neðan er einkum fókusað á fjölmörg löng pútt sem duttu, s.s. eins og fuglapútt á 14. hjá Phil Mickelson, en Phil vann einmitt mótið, árið 2009. Eins er fallegt fuglapútt Tigers á 4. flöt, en hann vann mótið  síðast 2007 og  hefir alls unnið það 6 sinnum.   Síðan var líka fallegt fuglapútt Luke Donald (70 68) á par-3 9. brautinni, en fyrrum nr. 1 í heiminum þarf að taka sig á ætli hann sér að endurheimta sæti sitt, en hann deilir sem stendur í 10. sætinu með 4 Bandaríkjamönnum, öðrum forystumanni 1. dags Jason Dufner og síðan þeim Kyle Stanley, Bo Van Pelt og Zach Johnson sem allir eru á -6 undir pari, 6 höggum á eftir forystumanninum Bubba Watson.

Fallegasta högg dagsins átti einmitt forystumaður 2. dags, Bubba Watson, en það er 2. högg hans á par-5 8. brautinni glæsilegt högg sem hann setti u.þ.b. 2 metra frá pinna og síðan niður fyrir erni! Svona geta bara þeir högglengstu og Bubba er svo sannarlega einn af þeim!

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Cadillac heimsmótinu, smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Cadillac heimsmótinu, smellið HÉR: