PGA: Hápunktar og högg 2. dags á Cadillac heimsmótinu í Flórída
Þau voru mörg hver falleg tilþrifin á 2. degi Cadillac heimsmótsins í Doral, Flórída. Í samantektinni hér að neðan er einkum fókusað á fjölmörg löng pútt sem duttu, s.s. eins og fuglapútt á 14. hjá Phil Mickelson, en Phil vann einmitt mótið, árið 2009. Eins er fallegt fuglapútt Tigers á 4. flöt, en hann vann mótið síðast 2007 og hefir alls unnið það 6 sinnum. Síðan var líka fallegt fuglapútt Luke Donald (70 68) á par-3 9. brautinni, en fyrrum nr. 1 í heiminum þarf að taka sig á ætli hann sér að endurheimta sæti sitt, en hann deilir sem stendur í 10. sætinu með 4 Bandaríkjamönnum, öðrum forystumanni 1. dags Jason Dufner og síðan þeim Kyle Stanley, Bo Van Pelt og Zach Johnson sem allir eru á -6 undir pari, 6 höggum á eftir forystumanninum Bubba Watson.
Fallegasta högg dagsins átti einmitt forystumaður 2. dags, Bubba Watson, en það er 2. högg hans á par-5 8. brautinni glæsilegt högg sem hann setti u.þ.b. 2 metra frá pinna og síðan niður fyrir erni! Svona geta bara þeir högglengstu og Bubba er svo sannarlega einn af þeim!
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Cadillac heimsmótinu, smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 2. dags á Cadillac heimsmótinu, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
