PGA: Guthrie í 1. sæti þegar Honda Classic er hálfnað – Hápunktar og högg 2. dags
Það er Bandaríkjamaðurinn Luke Guthrie sem er í efsta sæti þegar Honda Classic mótið er hálfnað.
Guthrie er samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (68 63). Hann átti frábæran hring upp á 7 undir pari, 63 högg í dag á 2. degi mótsins, fékk 7 fugla og 11 pör.
Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson, en hann er búinn að spila á samtals 8 undir pari 132 höggum (67 65).
Tveir kylfingar deila 3. sætinu Kanadamaðurinn Graham DeLaet og Boo Weekly frá Bandaríkjunum, á 7 undir pari, 133 höggum; DeLaet (65 68) og Weekly (66 67).
Sex kylfingar deila síðan 5. sætinu en þeirra á meðal eru Lee Westwood, Justin Rose og Geoff Ogilvy allir á 6 undir pari, 134 höggum, 3 höggum á eftir forystumanninum Guthrie.
Sjö kylfingar deila síðan 11. sætinu þ.á.m bróðir Lexi Thompson, Nicholas; allir á 5 undir pari, 135 höggum.
Af áhugverðum kylfingum mætti nefna að Martin Kaymer er T-24 á samtals 3 undir pari; Peter Hanson og Charl Schwartzel eru í 12 kylfinga hóp sem deilir 31. sætinu á samtals 2 undir pari hver; Ernie Els er meðal þeirra 22 kylfinga sem búnir eru að spila á samtals 1 undir pari og lestina reka Tiger Woods, Matteo Manassero og Nicolas Colsaerts, sem rétt náðu í gegnum niðurskurð og eru samtals á parinu.
Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð er kylfingurinn kólombíski Camilo Villegas sem var í efsta sæti eftir 1. dag. Hann átti hræðilegan hring upp á 77 högg í dag eftir glæsihringinn í gær upp á 64 högg, sem sýnir bara það gamalkunna við golfið að hægt er að ná hæstu hæðum einn daginn og þann næsta er maður í lægstu lægðum. Það munaði 1 höggi að Villegas næði niðurskurði! Golf er golf!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta á 2. degi Honda Classic SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins á 2. degi Honda Classic, sem „sænski frændi okkar“ Jonas Blixt átti SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
