Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 12:30

PGA: Grillo leiðir e. 1. dag

Það er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo sem leiðir eftir 1. hring RBC Canadian Open, sem fram fer í Ontario, Kanada.

Grillo lék á 8 undir pari, 64 höggum.

Í 2. sæti eru bandarísku kylfingarnir Brian Harman og Vaughn Taylor; en báðir léku á 65 höggum.

Fjórir kylfingar deila 3. sætinu: bandarísku kylfingarnir Erik Compton og Steve Wheatcroft,  Tyrone van Aswegen frá Suður-Afríku og Ástralinn Ryan Ruffels.

Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: