Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2019 | 23:59

PGA: Griffin leiðir e. 3. dag

Nýliðarnir eru svo sannarlega að láta til sín taka á móti vikunnar á PGA Tour; Houston Open.

Nú er það Lanto Griffin, sem er í forystu, en Golf 1 hefir nýlega kynnt Griffin – Sjá með því að SMELLA HÉR:

Griffin er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (66 74 65).

Þess mætti geta að Lanto Griffin á sama afmælisdag og annar nýliði á PGA Tour, sem þegar hefir látið að sér kveða, þ.e. Cameron Mackray Champ, nema hvað Griffin er 7 árum eldri fæddur 1988 meðan Champ er fæddur 1995.

Í 2. sæti fyrir lokahring Houston Open er síðan enn einn nýliðinn Mark Hubbard – sem Golf 1 hefir líka nýverið kynnt  – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hubbard er 1 höggi á eftir Griffin, hefir spilað á samtals 10 undir pari, 206 höggum (68 69 69).

Sjá má stöðuna á Houston Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. hrings á Houston Open með því að SMELLA HÉR: