Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2021 | 18:00

PGA: Grace sigraði á Puerto Rico Open

Það var Branden Grace, sem stóð upp sem sigurvegari á Puerto Rico Open, móti vikunnar á PGA Tour, fyrir þá sem ekki komust inn á WGC Workday Championahsip at the Concession, þ.e. fyrir þá sem ekki spiluðu í Workday heimsmótinu sem fram fór á sama tíma.

Spilað var á Grand Reserve CC, í Ríó Grandi á Puerto Rico, dagank 25.-28. februari sl.

Grace sigraði á 19 undir pari, 269 höggum (67 68 68 66).

Í 2. sæti varð Jhonattan Vegas, frá Venezuela, 1 höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuna á Puerto Rico Open með því að SMELLA HÉR: