Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 22:15

PGA: Gore efstur – Tiger T-2 f. lokahringinn á Wyndham

Bandaríski kylfingurinn Jason Gore leiðir fyrir lokahring Wyndham Championship.

Jason Gore

Jason Gore

Gore hefir leikið á samtals 15 undir pari, 195 höggum (66 67 62). Gore er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Tiger er T-2 ásamt tveimur öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 13 undir pari og eru því 2 höggum á eftir forystumanninum.

Hinir sem eru T-2 ásamt Tiger eru Jonas Blixt og Scott Brown.

Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: