Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 09:00

PGA: Goosen efstur e. 3. dag í Riviera

Retief Goosen frá Suður-Afríku heldur forystu sinni eftir 3. keppnisdag í Northern Trust Open mótinu.

Mótið fer að venju fram á golfvelli Riviera CC, í Pacific Palisades, Kaliforníu

Goosen er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 205 höggum (66 70 69).

Goosen hefir 2 högga forystu á næsta mann Kanadamanninn, Graeme DeLaet, en hann er á samtals 6 undir pari eftir 3. hring.

Fjórir deila síðan 3. sætinu: Sergio Garcia, Carlos Ortiz, Sang-Moon Bae og JB Holmes; allir á samtals 5 undir pari, hver.

Dustin Johnson er síðan einn af 8 manna hóp sem allir hafa spilað á samtals 4 undir pari og deila 7. sæti –  allir 4 höggum á eftir forystumanninum Goosen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Northern Trust Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: