Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 18:00

PGA: GMac sigraði e. 3 manna bráðabana á OHL Classic í Mexíkó

Það var GMac eða m.ö.o. Graeme McDowell frá Norður- Írlandi, sem sigraði á OHL Classic mótinu í Mayakoba, í Mexíkó.

Þrír voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana.

Það voru þeir Jason Bohn frá Bandaríkjunum, Skotinn Russell Knox og GMac sem allir voru á 18 undir pari, 266 höggum.

Par-4 18. hola golfvallar El Camaleon á Playa del Carmen var því spiluð aftur í bráðabana og var GMac á eini sem fékk fugl, Knox var á pari og Bohn átti ekki sjéns að jafna við GMac og því sigraði GMac.

Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: