Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2015 | 12:16

PGA: GMac efstur í Mexíkó í hálfleik

Það er Graeme McDowell (skammst.: GMac) sem er efstur í hálfleik á OHL Classic í Mayakoba í Mexíkó.

Gmac er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum (67 63).

Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Derek Felthauer á samtals 11 undir pari.

Þriðja sætinu deila fremur óþekktir kylfingar a.m.k. í Evrópu en það eru Si Woo Kim frá Suður-Kóreu og Harold Varner III, frá Bandaríkjunum.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á OHL Classic at Mayakoba  SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: