Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 04:30

PGA: Glover efstur e. 3. dag á Shriners

Það er Lucas Glover, sem tekið hefir forystuna á Shriners Hospitals for Children Open mótinu, eftir 3. keppnisdag.

Glover hefir spilað á samtals 15 undir pari, 198 höggum (68 65 65).

Glover á afmæli eftir tæpa viku og verður þá 37 ára.

Hann hefir unnið þrívegis á PGA Tour og sigraði m.a. á Opna bandaríska risamótinu árið 2009 og síðasti PGA sigur Glover kom 2011 á Wells Fargo mótinu, eða fyrir 5 árum síðan.

Glover hefir aðeins 1 höggs forystu á Pampling og Koepka, sem hafa verið forystumenn allt mótið og fróðlegt að sjá hvort Glover tekst að halda út og knýja fram sigur síðar í dag.

Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: