Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 19:00

PGA: Glæsipar Garcia á 3. hring Northern Trust Open – Myndskeið

Sergio Garcia náði því sem golffréttamiðlar vestra hafa talið eitt af glæsilegustu pörum í allri golfsögunni í gær á .3 hring  Northern Trust Open.

Garcia slæsaði teighöggið sitt svo langt til hægri á par-4 13. holunni í  Riviera Country Club að boltinn lenti í flatarglompu …. við 10. holu.

Garcia sá ekkert fyrir trjám og sjónvarpsturni og átti fyrir höndum næstum ómögulegt björgunarhögg.  Garcia bað dómara um leyfi til að taka niður upphækkað teigbox á 11. holu áður en hann dró 3-járnið úr pokanum og cuttaði höggið lágt milli tveggja trjáa og komst fyrir eitthvert kraftaverk rétt fyrir framan flöt á 13. braut.

Eftirleikurinn var auðveldur eitt högg eitt pútt og parið í höfn.  Ja, það má segja ýmislegt um Garcia, en það eru fáir sem eiga svona mörg galdrahögg í sér og hann!!!

Til þess að sjá glæsipar Garcia SMELLIÐ HÉR: