Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 02:00

PGA: Glæsilegur örn Bubba – Myndskeið

Masters risamótasigurvegarinn Bubba Watson átti högg 2. hrings á The Memorial fyrr í kvöld.

Það var á par-5 15. braut Memorial vallarins, sem sleggjan Bubba átti þetta líka frábæra 2. högg inn á flöt sem lenti  u.þ.b. 1 metra frá pinna.

Bubba átti því eftir fremur auðvelt arnarpútt en aðhögg hans var valið högg dagsins eins og segir.

Sjá má myndskeið af þessu glæsilega höggi Bubba Watson með því að SMELLA HÉR: