Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2016 | 19:00

PGA: Gary Woodland slær úr leirpytt á nærbuxunum

Hér kemur loksins eitthvað fyrir okkur stelpurnar!

Kvenkyns golfaðdáendur eru eflaust ekkert mótfallnar því að sjá atvinnumennina í golfi spila á stuttbuxum… s.s. þeir hafa lengi barist fyrir en er bannað – og sjá fagra bera lærleggina og hversu vel kylfingarnir, sem verja tímanum meira og minna í ræktinni, eru vaxnir!

En Gary Woodland gerði gott betur.

Hann lenti í smá vandræðum á par-4 6. holunni á lokahring Honda Classic í dag – þannig að teighögg hans flaug í forugt leirblandað vatn.

Woodland vippaði sér úr golfbuxunum og stóð á brókinni einni saman til þess að óhreinka ekki golffatnaðinn! Augnakonfekt …. og til fyrirmyndar!

Fylgjast má með lokahring Honda Classic með því að SMELLA HÉR: