Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2016 | 07:30

PGA: Garcia sigraði á Byron Nelson

Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia, sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Byron Nelson.

Garcia og bandaríski kylfingurinn Bruce Koepka voru báðir á samtals 15 undir pari, hvor að loknum hefðbundum 72 holu leik og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Því var par-4 18. holan á TPC Four Season spiluð aftur og þar sigraði Garcia á pari meðan Koepka fékk skramba.

Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings AT&T Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: