PGA: Garcia með ás á 17. holu TPC Sawgrass – Myndskeið
Spænski kylfingurinn og Masters sigurvegarinn í ár, Sergio Garcia, fór holu í höggi á frægu par-3 17. holunni og bætti það slæmt skap hans, en hann átti fremur erfiðan dag á TPC Sawgrass í Ponte Vedra, Flórída, þar sem The Players hófst í kvöld.
Garcia virtist fremur ryðgaður á 1. hring The Players, þar til kom að þeirri 17., en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann vann fyrsta risamótssigur sinn.
Þetta er sama hola og hann missti 2 bolta í vatnið fyrir 4. árum þegar hann var jafn Tiger Woods seint á lokahring Players, en missti síðan sigurinn eftirminnilega úr höndunum á sér og var í leiðindastappi við Tiger í geðlauðrukasti, þar sem hann taldi Tiger m.a. hafa truflað sig meðan hann sló á 2. holu 3. keppnishrings – en þeir Tiger voru ekki í sama holli lokahringinn á The Players 2013 – Sjá eldri fréttir Golf 1 um það atvik með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR:
En höggið góða í kvöld bætti fyrir allt liðið.

Sergio Garcia á 17. flöt TPC Sawgrass eftir að hafa fengið ás
Garcia notaði gap fleygjárn af 122 yördum (111,5 metrum); tók stutta baksveiflu og miðaði fyrir framan pinnan. Bolti hans flaug yfir vatnið í þetta sinn og lenti meter fyrir framan holuna og fór næstum því ofan í, í annað sinn sem hann kom niður en þurfti að bompa í þriðja skiptið nokkrum sentimetrum aftan við holuna áður en hann brotnaði og skrúfaðist tilbaka og ofan í holuna.
Þetta er 8. ásinn í sögu The Players og þegar Garcia lyfti hægri handlegg í fögnuði sínum trylltust áhorfendur.
„Það var 52° fleygjárn, sem ég notaði,“ sagði Garcia þegar hann kom loks í hús á 1 yfir pari, 73 höggum, sex höggum á eftir forystumönnum mótsins, þeim Mackenzie Hughes og William McGirt.
„Ég sló gott högg, en … það gat farið allaveganna. Það var gaman að sjá boltann koma niður og spinna tilbaka ofan í holu.“
Garcia sagði að ásinn væri sá 12. á ferli hans í mótum.
Ásinn var hápunktur á annars dapri frammistöðu Garcia, sem hefði jafnvel getað verið enn verri eftir skelfilega byrjun hans.
„Ég dreg ekki strik yfir það, þetta var ekki frábær dagur þarna úti,“ sagði Garcia eftir 1. hring Players. „Ég var svolítið stressaður fyrst á hringnum eftir alla hápunktana á Masters.„
„Ég var ekki með hugann við mótið vegna alls þess sem hefir gerst. Mér fannst eins og ég væri enn svolítið upp í skýjunum og þegar ég vaknaði var ég 4 yfir eftir 6 holur.“
„Ég byrjaði hræðilega en tókst að ná frábærum endi og á morgun fer ég út þarna svolítið rólegri og kem mér aftur inn í mótið.“
Til að sjá ás Sergio Garcia á par-3 17. holu TPC Sawgrass 11. maí 2017 SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
