Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 16:10

PGA: Garcia brýtur pútter á flöt – Myndskeið

Sergio Garcia er e.t.v. búinn að ná því að sigra í risamóti – en hafi einhver haldið að það myndi róa hann og geðluðru- köst hans myndu minnka þegar illa gengur í golfinu, þeim skjátlast.

Á Dell Technologies mótinu á 3. hring braut hann pútter sinn í reiði eftir að hafa rekið hann í sprikler á 4. flöt.

Golfreglurnar mæla svo fyrir að ekki megi fá nýja kylfu fyrir þá sem brotin er og því varð Garcia að notast við aðrar kylfur í pokanum það sem eftir var 3. hrings.

Hann setti niður 5 metra pútt á næstu holu með 3-trénu sínu, en eftir það gekk verr.

Hann lauk hringnum á 75 höggum og fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag er hann T-47 á samtals á 2 yfir pari, 215 höggum (67 73 75).

Til þess að sjá stöðuna á Dell Technologies SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá myndskeið þar sem Sergio brýtur pútter sinn SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá myndskeið þar sem Sergio púttar með 3-trénu SMELLIÐ HÉR: