Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2015 | 07:30

PGA: Fyndið mat Stenson á hvernig sér muni ganga á Tour Championship

Henrik Stenson er einn af aðeins 4 kylfingum sem taka þátt í Tour Championship á East Lake, lokamóti keppnistímabilsins á PGA Tour sem unnið hefir mótið….

…. og hefir því tekið heim einn hæsta sigurtékka sem stílaður er á nokkurn vinningshafa í golfinu.

Og Stenson var með heldur fyndið mat á hvernig sér myndi ganga í mótinu í ár. Þannig sagði hann:

„Ég á enn eitt tækifæri (á sigri) og það ætti ekkert að vera of erfitt að (skrúbba gólfið með þessum náungum í þessari viku þ.e.) fara léttilega með þá, ekki satt? Það er enginn sem er að spila neitt sérstaklega eða er með of mikið sjálfstraust eða hefur unnið marga risatitla og enginn slær 330 yarda (302 metra) af teig, þannig að þetta ætti ekkert að vera of erfitt!“