Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 01:00

PGA: Furyk og Goosen leiða fyrir lokahringinn á Transitions – hápunktar og högg 3. dags

Það eru gömlu golfhetjurnar Jim Furyk og Retief Goosen, sem eru komnar í forystu á Transitions Championship. Báðir eru búnir að spila á -11 undir pari samtals, samtals 202 höggum Furyk (66 70 66) og Goosen (69 68 65).  Goosen vonast með sigri til þess að tryggja sér farmiða á The Masters risamótið, sem fram fer á Augusta National í byrjun næsta mánaðar.

Aðeins 1 höggi á eftir í þriðja sætinu eru þeir Jason Dufner, sem leiddi í gær og nýliðinn á PGA Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu á -10 undir pari.

Í 5. sæti eru Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Mallinger á -9 undir pari samtals og síðan í 7. sæti eru stóru nöfnin Luke Donald, Ernie Els og Chez Revie á -8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Transitions eftir 3. dag smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Transitions smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Transitions, sem Luke Donald átti, smellið HÉR: