Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2015 | 04:53

PGA: Furyk með forystu fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Jim Furyk, nr. 6 á heimslistanum, er í forystu á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, fyrir lokahringinn.

Forystan er naum en Furyk er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 197 höggum (64 70 63).

Það er einkum stórglæsilegum 3. hring Furyk að þakka að hann leiðir, en á hringnum fékk hann hvorki fleiri né færri en 9 fugla og skilaði „hreinu“ skollalausu skorkorti!

Á hæla Furyk aðeins 1 höggi á eftir eru ástralski kylfingurinn Matt Jones og bandaríski kylfingurinn Brandt Snedeker, sem búnir eru að spila á samtals 17 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á AT&T Pebble Beach National Pro-Am að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: