Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2015 | 09:00

PGA: Furyk ekki með í East Lake

Jim Furyk dró sig úr Tour Championship í gær vegna meiðsla á úlnlið, en þessu meiðsl voru líka ástæða þess að hann hætti leik eftir aðeins 6 holur á fyrsta hring BMW Championship í síðustu viku.

Furyk, sem sigraði á Tour Championship árið 2010, er nr. 7 á heimslistanum.

Staða hans á Forsetabikarslistanum er óljós.

Hinn 45 ára Furyk var greindur með marinn beinvef (ens. bone contusion) í vinstri úlnlið. Hann verður í endurhæfingu og vonast eftir að komast í forsetabikarslið Bandaríkjanna.

Furyk hefir aldrei dregið sig úr móti á PGA og hefir hann spilað í 477 mótum samfellt án þess nokkurn tímann að draga sig úr móti.

Meðan að ég er vonsvikinn að missa af mótinu í þessari viku í Atlanta, þá miðast allt að því hjá mér að ná mér og vera tilbúinn að spila í forsetabikarnum,“ sagði Furyk.  „(Fyrirliðinn) Jay Haas verður látinn vita um framfarir mínar á næstu dögum, þegar kemur í ljós hvernig meiðslin bregðast við meðferðinni.“

Hideki Matsuyama, sem átti að spila við Furyk mun nú verða að spila einn á fyrsta hring.

Furyk hefir sigrað 1 sinni og er með 7 topp-10 árangra á PGA Tour það sem af er ári.