Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 22:00

PGA: Frábært teighögg Kaymer á 5. á Byron Nelson – Myndskeið

Mót vikunnar á PGA Tour er HP Byron Nelson meistaramótið, sem fram fer á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas.

Þýski kylfingurinn,Martin Kaymer, sem vann síðustu helgi á The Players átti einkar glæsilegt teighögg á par-3 5. braut TPC Four Seasons fyrir stundu.

Hann setti boltann 4 fet frá holu, en það ótrúlega var síðan að hann tvípúttaði og fékk par á holuna.

Til þess að sjá teighögg Kaymer á par-3 5. braut SMELLIÐ HÉR:

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: