Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 20:30

PGA: Frábær fugl Sergio Garcia á Shell Houston – Myndskeið

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia átti glæsilegan fugl á 1. hring Shell Houston Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour og hófst í kvöld.

Á par-3 9. holunni sló Garcia upphafshöggið í flatarglompu.

Hann átti síðan stórglæsilegt fuglahögg upp úr glompunni, sem fór beint ofan í holu.

Fugl, staðreynd.  Til þess að fylgjast með stöðunni á Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá flott fuglaglompuhögg Sergio Garcia á 9. holu 1. hrings Shell Houston Open 2015 SMELLIÐ HÉR: