Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2017 | 07:00

PGA: Fowler saxar á forskot Sung Kang á Shell Houston Open – Hápunktar 3. dags

Sung Kang frá S-Kóreu er efstur fyrir lokahring Shell Houston Open, en hann er búinn að tapa 3 högg af geysimikilli eða 6 högga forystu sem hann hafði í hálfleik.

En hann er enn efstur; er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (65 63 71).

Rickie Fowler er kominn í 2. sætið en hann átti glæsi- 3. hring þar sem hann lék á 67 höggum á móti 71 höggi Kang.

Samtals er Rickie búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (64 71 67) og verður spennandi að sjá hvort hann tekur mótið í kvöld.

Í 3. sæti er síðan Russell Henley á samtals 13 undir pari (67 67 69).

Sjá má stöðuna á Shell Houston Open með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 3. hrings á Shell Houston Open með því að SMELLA HÉR: