Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 29. 2016 | 06:49

PGA: Flottur ás Alex Cejka á opnunarhring The Honda Classic

The Honda Classic mótinu, móti s.l. viku á PGA Tour lauk í gær s.s. flestir golfaðdáendur vita með sigri Adam Scott.

Margir flottir taktar sáust í mótinu.

M.a. glæsiás Alex Cejka á par-3 17. brautinni á 1. hring mótsins.

Sjá má þennan frábæra ás Cejka með því að SMELLA HÉR: 

Alltaf gaman að sjá ása – og ekki verra þegar þeir koma á stórmótum!