Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 01:00

PGA: Finau leiðir e. 1. dag CS Challenge

Það er bandaríski kylfingurinn Tony Finau, sem leiðir eftir 1. hring Charles Schwab Challenge, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Finau spilaði 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum.  Hann er líka með nýtt púttgrip, klóargripið, sem hjálpað hefir mikið og komið honum upp í 1. sætið!

Í 2. sæti, fast á hæla Finau, eru Roger Sloan og Jordan Spieth, báðir á 5 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Charles Schwab Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. hrings Charles Schwab Challenge SMELLIÐ HÉR: