Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2016 | 05:00

PGA: Fabian Gomez sigraði á Sony Open e. bráðabana – Hápunktar lokahrings

Það var Fabian Gomez frá Argentínu sem sigraði á Sony Open eftir bráðabana við Brandt Snedeker.

Báðir voru þeir Gomez og Snedeker efstir og jafnir eftir hefðbundinn 72 holu leik; þ.e. á 20 undir pari, 260 höggum.

Því var hin fræga par-5 18. hola á Waialae CC leikin aftur í bráðabana milli þeirra tveggja til að skera úr um hvor yrði sigurvegari.

Leika þurfti holuna tvisvar, því báðir fengu þeir Gomez og Snedeker par eftir fyrri umferð en Gomez vann með fugli seinna skiptið.  Þetta er 2. sigur Gomez á PGA Tour, en í fyrra sigraði hann þ.e. 14. júní 2015 á FedEx St. Jude Classic.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Sony Open SMELLIÐ HÉR: