Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2015 | 10:45

PGA: Every vísað úr Sony Open

Matt Every hlaut frávísun úr Sony Open á Hawaii í gær fyrir að vera með ólöglega kylfu í pokanum.

Every beyglaði 4- járnið sitt á 1. hring í Waialae Country Club og gleymdi að sögn að hafa sett það aftur í pokann.

Eftir að hann notaði járnið sitt á par-5 18. holunni (sem var 9. hola Every í gær) tók hann eftir beyglunni og kallaði sjálfur á dómara sem vísuðu honum úr mótinu, þar sem viðurlög við að nota breytta kylfu skv. 4. gr. golfreglnanna er frávísun.

Hefði hann ekki notað kylfiuna hefðu viðurlögin verið að á hverri holu þar sem brot var framið hefði verið bætt við tveimur höggum; hámarksvíti í hverri umferð – fjögur högg.

Every var hvergi nálægt því að vera í sigurstöðu – hann lék 1. hring á 74 höggum – hann var kominn í 1 yfir par eftir 9 holur í gær.

Every henti ólukku 4-járninu sínu s.s. sjá má á meðfylgjandi mynd.