PGA: Ernie Els með bakmeiðsli í Miami
Ernie Els var að fara að spila 2. holu 1. hringjar í gær, en hann byrjaði á 10. braut Bláa Skrímslisins þar sem WGC Cadillac Championship fer fram um þessar mundir.
Þetta fór allt fremur illa því Els setti 2. höggið sitt í vatn og fór af flöt með skramba.
En síðan dramað við 11. teig. Ernie lagðist flatur á grasflöt við brautina greinilega kvaldur, en hann á við bakmeiðsli að glíma.
Ástralskur þjálfari hans, Vern McMillan kom hlaupandi úr klúbbhúsinu til þess að vera með Ernie og eins kom á staðinn Andy Dawson framkvæmdastjóri Ernie.
McMillan lagði hvítt handklæði á jörðina og Els datt aftur fyrir sig að því er virtist í miklum sársauka. Svo virtist sem hann væri með einskonar krampa.
Honum var síðan hjálpað á fætur aftur af McMillan og öllum til undrunar tíaði hann upp og hélt áfram leik, fékk fugl og kláraði síðan hringinn á 73 höggum!!! … sem er afrek hafi hann verið jafnkvaldur og virtist!!! Ja, svona er þetta, sumir harka af sér….
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
