Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2015 | 01:30

PGA: Emiliano Grillo sigraði á Frys.com

Það var Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, sem stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com.

Grillo lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum í 72 holu hefðbundnum leik, líkt og Kevin Na og því varð að koma til bráðabana milli þeirra.

Þar sigraði Grillo í 2. skiptið sem 18. holan var spiluð – fékk fugl meðan Na va á parinu.

Þrír deildu með sér .3 sætinu: Suður-Afríkumaðurinn Tyrone Van Aswegen og Bandaríkjamennirnir Jason Bohn og Justin Thomas – allir á 14 undir pari … aðeins 1 höggi frá því að komast í bráðabanann.

Sjá má lokastöðuna á Frys.com með því að SMELLA HÉR: