Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2023 | 18:00

PGA: Emiliano Grillo sigraði á Charles Schwab Challenge

Það var Emiliano Grillo sem sigraði á Charles Schwab Challenge.

Mótið fór fram í Colonial Country Club, í Forth Worth, Texas, dagana 25.-28. maí 2023.

Grillo var jafn Adam Schenk eftir hefðbundið 72 holu spil (báðir á samtals 8 undir pari) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Grillo hafði betur.

Þriðja sætinu deildu þeir Scottie Scheffler og Harry Hall, á samtals 7 undir pari, hvor.

Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Challenge með því að SMELLA HÉR: