Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2015 | 08:00

PGA: Els hreinsaður af áburði um reglubrot á Bay Hill

Fjórfaldur sigurvegari risamóta, Ernie Els , var spurður af dómurum um mögulegt brot hans á golfreglum áður en hann var hreinsaður af áburði þar um á Arnold Palmer Invitational mótinu í gær, (laugardaginn 21. mars 2015)

Í sjónvarpsútsendingu mátti sjá hvar Els snerti fleygjárn sitt í löngu grasi í hindrun á par-5 6. holunni á 3. hring Arnold Palmer Invitational í Bay Hill, Flórída.

Dómarinn á hringnum, Steve Rintoul gat ekki ákveðið sig eftir að horfa af myndbandsupptöku hvort Ernie hefði groundað kylfu sína, sem myndi hafa varðað hann 2 högg í víti.

„Myndskeiðið sýndi ekki að kylfunni hefði verið groundað, jafnvel þó kylfuhausinn hafi verið í grasinu,“ sagði Rintoul.

Yfirdómarinn Mark Russell talaði við Els eftir hringinn og Ernie sagði kylfuna ekki hafa snert jörðina þannig að hann fékk ekki víti.

Ernie var með þrefaldan skolla á 6. holu og lauk hringnum á 72 höggum og er samtals 10 höggum á eftir Svíanum Henrik Stenson, sem leiðir í mótinu.