Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2017 | 08:00

PGA: Dustin Johnson sigurvegari á WGC-Mexico Championships – Hápunktar 4. dags

Það var DJ eða Dustin Johnson sem sigraði á WGC Mexico Championships.

DJ lék á 14 undir pari, 270 höggum (70 66 66 68).

Sigurinn var naumur því hann átti aðeins 1 högg á Englendinginn Tommy Fleetwood sem lék samtals á 13 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan Spánverjinn Jon Rahm og Englendingurinn Ross Fisher, sem ekki hefir borið mikið á að undanförnu, en gaman er að sjá aftur í einu af toppsætunum á mótum!

Til þess að sjá hápunkta lokahrings WGC-Mexico Championships SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á WGC-Mexico Championship SMELLIÐ HÉR: